Vertu lipur með Gigant.
Hjólagröfuvagnarnir frá Gigant eru einstaklega sterkir og liprir aftan í hjólagröfum. Útbúnir sérstöku bremsukerfi sem bremsar á lægri þrýstingi en venjulegur vagn, eða max 110 börum. Hjólagröfur bremsa á u.þ.b. 50-90 börum, en ekki þeim 160-180 börum sem dráttarvélar nota. Þetta lágmarkar álag á drifbúnaðinn.